10 km vegalengdin hefur verið í boði frá upphafi í Miðnæturhlaupi Suzuki. Um 1000 hlauparar taka þátt á hverju ári.
Hlaupaleiðin
10 km hlaupið hefst fyrir utan Íþróttamiðstöðina í Laugardal. Þegar hlauparar koma úr Laugardalnum hlaupa þeir í gegnum hið rótgróna hverfi Vogahverfi, eftir Gnoðarvogi. Því næst er haldið yfir Skeiðarvogsbrúnna og beygt inn Sogaveg, niður í Stjörnugróf og yfir í Elliðaárdalinn þar sem hlaupinn er hringur. Hlaupið er meðfram Elliðaánum og þær þveraðar þegar hlaupið er ofan á stíflunni. Að loknum hringnum í Elliðaárdalnum fara svo göngustíginn meðfram Rauðagerði og yfir göngubrúnna yfir Miklubraut inn á göngustíg við Suðurlandsbraut og aftur inn í Laugardalinn þar sem hlaupinu lýkur.
Þrátt fyrir að hefja hlaupið á malbiki munu þátttakendur í 10 km hlaupi að mestu fylgja stígum á leið sinni.
Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa).
Smelltu hér til að skoða kort af leiðinni.
Drykkjarstöðvar
Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru í heildina fjórar drykkjarstöðvar og eru þær staðsettar á um það bil 5 km fresti. Á öllum drykkjarstöðvunum verður í boði Gatorade og vatn. Þær drykkjarstöðvar sem eru staðsettar á 10 km hlaupaleiðinni eru tvær. Fyrsta drykkjarstöðin er upp við stíflu í Elliðaárdal eftir um það bil 5 km. Þessi drykkjarstöð er bæði fyrir þátttakendur í hálfmaraþoni og 10 km hlaupi. Að lokum er drykkjarstöð í markinu þar sem þátttakendur allra vegalengda geta svalað þorstanum.
Þátttakendur
10 km hlaupið er ætlað fyrir 12 ára og eldri og er ekki æskilegt að yngri börn taki þátt.
Salernisaðstaða
Þátttakendur í Miðnæturhlaupi Suzuki geta komist á salerni í Laugardalshöll til kl 21:15 en einnig eru færanleg salerni/kamrar á marksvæði fyrir aftan Skautahöllina og á hlaupabrautinni við stífluna í Elliðaárdal (eftir u.þ.b. 5 km).
Algengar spurningar
Vantar þig fleiri upplýsingar um Miðnæturhlaup Suzuki? Svör við algengum spurningum má finna hér