Dagskrá
Miðnæturhlaup Suzuki fer fram fimmtudagskvöldið 19. júní 2025. Ræsing fyrir 21,1 km og 10 km hefst kl 21:00 og fyrir 5 km hefst kl 21:15. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna hér
Þjónusta
Innifalið í miðaverði er fjölbreytt þjónusta, sem tryggir hlaupurum einstaka upplifun. Hér má finna nánari upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er á hlaupdegi fyrir allar vegalengdir
Þátttakendalisti
Tæplega 2.500 manns taka árlega þátt í Miðnæturhlaupi Suzuki og koma þátttakendur frá fjölmörgum löndum víðs vegar að. Hér er hægt að nálgast þátttakendalista hlaupsins
Rás- og marksvæði
Rásmarkið er staðsett á Engjavegi fyrir framan Laugardalshöll og marksvæðið er í Laugardalnum fyrir aftan Skautahöllina. Hér má sjá mynd sem útskýrir staðsetningu bæði rás- og marksvæðis
Kort af hlaupaleiðum
Hlaupaleiðirnar í Miðnæturhlaupi Suzuki er bæði skemmtilegar og krefjandi. Boðið er upp á þrjár vegalengdir og má hér finna kort af öllum hlaupaleiðum ásamt hæðarkortum
Sundlaugarpartý
Eftir Miðnæturhlaupið er öllum þátttakendum boðið frítt í Laugardalslaugina í sundlaugarpartý. DJ spilar fyrir sundlaugargesti frá kl. 22:00-00:30 og mun Ölgerðin sjá um drykki í lauginni. Framvísa þarf hlaupanúmeri til að fá aðgang að lauginni. Nánari upplýsingar um sundlaugarpartý má finna hér