Eftir Miðnæturhlaupið er öllum þátttakendum boðið frítt í Laugardalslaugina. En hvað er betra en að svamla í lauginni eða slaka á í pottinum eftir gott hlaup undir miðnætursólinni? Hleypt verður ofan í laugina til kl. 00:30 og allir þurfa að fara uppúr eigi síðar en kl. 00:45.
DJ spilar fyrir sundlaugargesti frá kl. 22:00 - 00:30 og mun Ölgerðin sjá um drykki í lauginni.
Framvísa þarf hlaupanúmeri til að fá aðgang að lauginni. Sundlaugin er líka opin fyrir almenning og verður hægt að kaupa aðgang hjá Laugardalslaug. Upplýsingar um aðstöðuna í Laugardalslaug má finna hér á https://reykjavik.is/laugardalslaug