Undirbúningur fyrir hlaup

    Mínar síður

    „Mínar síður" er svæði hlauparans þar sem hægt er að skoða og breyta persónuupplýsingum, breyta um vegalengd og kaupa ýmsan varning

    Afhending gagna

    Afhending ganga fer fram í Laugardalshöll, fimmtudaginn 19. júní frá kl. 16:30-21:00. Vinsamlegast hafið QR kóðann, sem sendur var í tölvupósti, tilbúinn við afhendingu til að flýta fyrir afgreiðslunni.

    QR kóði

    Við afhendingu hlaupagagna eru þátttakendur beðnir að hafa QR kóða tilbúinn til að flýta fyrir afhendingu. QR kóðinn er sendur í tölvupósti til hlaupara fyrir afhendingu gagna. Einnig er hægt að finna QR kóðann og kvittun til útprentunar á „Mínum síðum".

    Truflun á umferð

    Fimmtudaginn 19. júní verða lokanir og truflanir á umferð vegna hlaupsins, frá kl. 20:40 til 00:00. Nánari upplýsingar um lokaðar götur og tímabil má nálgast hér. Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér þessar upplýsingar og skipuleggja ferðir sínar í samræmi við þær.

    Bílastæði og umferð

    Hér má finna upplýsingar um hvar best er að leggja bílnum sínum á hlaupadegi. Vegna lokana og truflana á umferð getur aðgengi að bílastæðum verið takmarkað, og því er mikilvægt að kynna sér þessar upplýsingar fyrirfram.

    Kort af hlaupaleiðum

    Hlaupaleiðirnar í Miðnæturhlaupi Suzuki er bæði skemmtilegar og krefjandi. Boðið er upp á þrjár vegalengdir og má hér finna kort af öllum hlaupaleiðum ásamt hæðarkortum

Styrktaraðilar

  • Suzuki
  • 66 norður
  • ÍTR
  • Gatorade