Truflun á umferð

Miðnæturhlaup Suzuki 2025 fer fram fimmtudaginn 19. júní. Líkt og undanfarin ár má búast við truflun á umferð vegna hlaupsins. 

Lokanir á götum

Að höfðu samráði við Reykjavíkurborg verða lokanir vegna hlaupsins þann 19. júní eftirfarandi:

  • Engjavegur lokaður frá Laugardalshöll að Suðurlandsbraut kl. 20:40 – 22:10  
  • Engjavegur lokaður frá Reykjavegi að Laugardalshöll frá kl. 20:40 - 22:10
  • Reykjavegur lokaður frá hringtorgi við Engjaveg /Sigtún að Sundlaugarvegi milli 21:10-21:50 
  • Gnoðarvogur lokaður frá Engjavegi að Skeiðarvogi  kl. 20:50 - 21:20 
  • Gnoðarvogur lokaður við Engjaveg 20:50 – 00:00
  • Álfheimar lokaðir til norðurs milli Suðurlandsbrautar og Gnoðarvogs kl. 20:50 – 00:00 
  • Skeiðarvogur lokaður til norðurs milli Suðurlandsbrautar og Gnoðarvogs kl. 20:50 – 00:00
  • Skeiðarvogur lokaður til suðurs milli Suðurlandsbrautar og Sogavegar kl: 20:50 – 21:25
  • Sogavegur lokaður milli Réttarholtsvegar og Bústaðarvegar kl: 20:55 – 21: 35
  • Sævarhöfði lokaður milli Svarthöfða og Bíldshöfða kl: 21:40 – 23:45
  • Bíldshöfði lokaður frá Sævarhöfða til vesturs kl: 21:40 – 23:45

Truflun á umferð

Búast má við truflun á umferð við:

  • Vallarás og Selásbraut kl: 21:20 – 23:00
  • Rafstöðvarvegur kl: 21:40 – 23:45
  • Sunnuvegur og Holtavegur kl: 21:15 – 22:00

Styrktaraðilar

  • Suzuki
  • 66 norður
  • ÍTR
  • Gatorade