Hlaupagögn verða afhent í Laugardalshöll 19. júní frá klukkan 16:30 - 21:00.
Gengið er inn í Laugardalshöll í Inngang A og B. Hægt verður að skrá sig í hlaupið á staðnum, kaupa varning og leika sér í photobooth.
Við afhendingu gagna eru þátttakendur beðnir um að hafa QR kóðann/strikamerkið tilbúið, það flýtir fyrir afgreiðslu. Kvittunin er send í tölvupósti til hlaupara þegar skráningu er lokið. Einnig er hægt að finna QR kóðann/strikamerkið og kvittun til útprentunar undir „Mínum Síðum".
Rásmarkið er beint fyrir utan höllina en 21,1 km og 10 km verða ræst kl. 21:00 og 5 km verða ræst kl. 21:15. Dagskrá má sjá hér.
*Athugið - Töskugeymsla er í Skautahöllinni í Laugardal og opnar hún kl. 19.30.