Þjónusta á hlaupdag

Hér má finna yfirlit yfir þjónustu sem veitt er á hlaupdag. Til að fá nánari upplýsingar um þjónustuna fyrir þína vegalengd geturðu smellt á viðeigandi vegalengd hér að neðan.

    Drykkjarstöðvar

    Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru í heildina fjórar drykkjarstöðvar, staðsettar á um það bil 5 km fresti. Á öllum drykkjarstöðvunum verður boðið upp á Gatorade og vatn. Smelltu hér til að kynna þér nánar staðsetningar drykkjarstöðvanna.

    Töskugeymsla

    Þátttakendur geta komið tösku fyrir í geymslu í Skautahöllinni. Á hlaupanúmerinu er sérstakur miði sem skal nota til að festa við tösku. Starfsfólk mun vakta geymsluna, en engin ábyrgð er tekin á fjármunum sem þar eru geymdir. Athugið að aðeins er hægt að geyma eina tösku á hvern hlaupara. Opnunartími töskugeymslu er frá kl. 19:30-00:00.

    Salerni

    Færanleg salerni verða staðsett bæði við rás- og marksvæði, auk þess eru salerni einnig á hlaupaleiðinni. Nánari upplýsingar um staðsetningu salerna má finna hér.

    Tímataka

    Sjálfvirk tímataka er í hlaupinu. Notaður verður tímatökubúnaður sem samanstendur af mottum í rásmarki sem hlauparar fara yfir í byrjun og enda hlaups en tímatökuflagan er innbyggð í hlaupanúmerinu hjá hverjum og einum.

    Hraðahólf

    Þátttakendur í öllum vegalengdum hlaupa á mismunandi hraða. Þar sem fjöldinn er mikill og til að forðast þrengsli, árekstra og frammúrtöku á fyrstu kílómetrunum, er mikilvægt að þátttakendur áætli hlaupahraða sinn og velji viðeigandi hraðahólf.

    Frekari upplýsingar má sjá hér.

    Verðlaun

    Allir þátttakendur í Miðnæturhlaupi Suzuki fá verðlaunapening. Fyrstu einstaklingar í karla-, kvenna- og kváraflokki með keppnismiða vinna peningaverðlaun og gjafir frá samstarfsðilum hlaupsins. Einnig eru veitt aldursflokkaverðlaun fyrir þátttakendur með keppnismiða, en þau verða afhent síðar.

    Sjá nánar um verðlaun hér.

    Brautargæsla

    Um 100 starfsmenn starfa við brautargæslu á hlaupdag. Þau sjá um að vísa hlaupurum veginn og stýra umferð. Hlauparar eiga að kynna sér vel hlaupaleiðina hér því starfsmenn eru ekki sjáanlegir á hluta leiðarinnar t.d. á beinum köflum.

    Sjúkragæsla

    Hjúkrunarfræðingur er til taks í sjúkratjaldi á marksvæði og veitir fyrstu hjálp. Hringt er á sjúkrabíl í neyðartilvikum. Mælt er með því að hlauparar skrifi nafn og símanúmer aðstandanda sem hægt er að hafa samband við í neyð aftan á hlaupanúmerið.

    Sundlaugarpartý

    Eftir Miðnæturhlaupið er öllum þátttakendum boðið frítt í Laugardalslaugina í sundlaugarpartý. DJ spilar fyrir sundlaugargesti frá kl. 22:00-00:30 og mun Ölgerðin sjá um drykki í lauginni. Framvísa þarf hlaupanúmeri til að fá aðgang að lauginni. Nánari upplýsingar um sundlaugarpartý má finna hér

    Óskilamunir

    Eftir hlaupið verður hægt að nálgast óskilamuni alla virka daga á skrifstofu Íþróttabandalags Reykjavíkur á Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Óskilamunum verður fargað 2 vikum eftir hlaupdag séu þeir ekki sóttir.

    Myndatökur

    Ljósmyndarar verða á svæðinu og reyna að ná myndum af sem flestum þátttakendum í hlaupinu.

Styrktaraðilar

  • Suzuki
  • 66 norður
  • ÍTR
  • Gatorade