Tímataka

 

Allir þátttakendur í Miðnæturhlaupi Suzuki fá hlaupanúmer sem festa þarf framan á bolinn fyrir ofan mitti áður en hlaupið hefst. Öryggisnælur fylgja með til að festa númerið.

Tímataka verður í öllum vegalengdum þ.e.a.s  hálfmaraþoni, 10 km og 5 km hlaupi. Tímatökuflagan sem mælir tíma þátttakenda í þessum vegalengdum er innbyggð í hlaupanúmerinu. Mjög mikilvægt er að brjóta númerið ekki saman til að skemma ekki tímatökuflöguna. Einnig þarf að passa að festa númerið örugglega framan á bolinn fyrir ofan mitti og hafa það vel sýnilegt, sérstaklega þegar farið er yfir tímatökumotturnar.

Tímatökumottur verða staðsettar í markinu og á nokkrum völdum stöðum á hlaupaleiðinni. Tímatakan hefst þegar startskot/ hljóð ríður af og lýkur þegar hlaupari kemur í mark og kallast sá tími byssutími. Einnig er mældur svokallaður flögutími frá því hlaupari fer yfir mottuna í byrjun hlaups til að gefa honum nákvæman persónulegan tíma, óháð því hve aftarlega í hópnum hann var við ræsingu. Byssutíminn er sá tími sem gildir til úrslita í hlaupinu eins og alþjóðlegar reglur um lögleg götuhlaup segja til um.

Flögutímann fá öll sem skrá sig inn á appið (Corsa) sendan með tilkynningu stuttu eftir að þau koma í mark. Einnig er hægt að sjá tímann inn á mínum síðum.

Styrktaraðilar

  • Suzuki
  • 66 norður
  • ÍTR
  • Gatorade