Það var í Miðnæturhlaupi Suzuki 2012 sem þátttakendum stóð í fyrsta sinn til boða að taka þátt í hálfmaraþoni. Þá tóku þátt 159 hlauparar þátt en undanfarin ár hafa 7-800 hlauparar skráð sig. Hálfmaraþon er 21,1 km langt.
Kort af hlaupaleið verður uppfært þegar nær dregur hlaupi
Hlaupaleiðin
Hlaupaleiðin er bæði skemmtileg og krefjandi. Hlaupið hefst á Engjavegi í Laugardalnum en eftir það er að mestu hlaupið á stígum. Þegar hlauparar koma úr Laugardalnum hlaupa þeir í gegnum hið rótgróna hverfi Vogahverfi, eftir Gnoðarvogi. Því næst er haldið yfir Skeiðarvogsbrúnna og beygt inn Sogaveg, niður í Stjörnugróf og yfir í Elliðaárdalinn. Hlaupið er meðfram Elliðaánum alla leið upp Elliðaárdalinn og framhjá svæði Fáks í Víðidal. Þaðan er farið upp að Rauðavatni og Morgunblaðshúsinu og leggja hlauparar leið sína í gegnum golfvöllinn Grafarholtsvöll. Úr Grafarholtinu halda hlauparar niður Grafarvoginn, í gegnum bryggjuhverfið í Grafarvogi og fara svo göngustíginn meðfram Rauðagerði og yfir göngubrúnna yfir Miklubraut inn á göngustíg við Suðurlandsbraut og aftur inn í Laugardalinn þar sem hlaupinu lýkur.
Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa).
Smelltu hér til að skoða kort af leiðinni..
Drykkjarstöðvar
Í Miðnæturhlaupi Suzuki eru í heildina fjórar drykkjarstöðvar og eru þær staðsettar á um það bil 5 km fresti. Á öllum drykkjarstöðvunum verður í boði Gatorade og vatn. Fyrsta drykkjarstöðin er upp við stíflu í Elliðaárdal eftir um það bil 5 km. Þessi drykkjarstöð er bæði fyrir þátttakendur í hálfmaraþoni og 10 km hlaupi. Eftir um það bil 10 km í hálfmaraþoninu er drykkjarstöð við Morgunblaðshöllina við Rauðavatn. Á þessari drykkjarstöð verða í boði bananar auk fyrrnefndra drykkja. Í bryggjuhverfinu við Gullinbrú þegar þátttakendur í hálfmaraþoni hafa hlaupið um það bil 15 km er drykkjarstöð. Að lokum er drykkjarstöð í markinu þar sem þátttakendur allra vegalengda geta svalað þorstanum.
Sjá frekari upplýsingar hér á korti.
Þátttakendur
Allir sem eru á 15 ára geta skráð sig og tekið þátt í hálfmaraþoni Miðnæturhlaups Suzuki. Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar taki þátt í þessari vegalengd enda ekki á allra færi að hlaupa rúman 21 kílómeter. Athugið að tímamörk í hlaupinu eru 3 klukkustundir.
Salernisaðstaða
Þátttakendur í Miðnæturhlaupi Suzuki geta komist á salerni í Laugardalshöll þar til kl 21:15 en einnig eru færanleg salerni/kamrar á marksvæði fyrir aftan Skautahöllina, við stífluna í Elliðaárdal (eftir u.þ.b. 5 km) og á golfvellinum í Grafarholti (eftir u.þ.b. 11 km).
Algengar spurningar
Vantar þig fleiri upplýsingar um Miðnæturhlaupi Suzuki? Svör við algengum spurningum má finna hér.