Miðnæturhlaup Suzuki 2025 fer fram 19. júní
Skráning í Miðnæturhlaup Suzuki hefst strax eftir að hlaupi lýkur. Áhugasömum stendur til boða að skrá sig (eða aðra) í eftirfarandi vegalengdir:
- Hálfmaraþon - fyrir 15 ára og eldri
- 10 km hlaup - ekki mælt með að yngri en 12 ára taki þátt
- 5 km hlaup
Upphaf og endir allra vegalengdanna er í Laugardalnum. Hlaupin hefjast á Engjavegi og allir hlauparar koma í mark við Þvottalaugarnar. Hlaupabrautin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa).
Miðnæturhlaupið hefur farið fram í Laugardalnum dagana í kringum Jónsmessu og Sumarsólstöður síðan 1993. Næstu hlaup eru:
- Miðnæturhlaup Suzuki 2025 - fimmtudagskvöldið 19. júní
- Miðnæturhlaup Suzuki 2026 - fimmtudagskvöldið 18. júní