VANTAR ÞÍNU FÉLAGI FJÁRMAGN?
Miðnæturhlaup Suzuki hefur alltaf unnið með sjálfboðaliðum íþróttafélaga í Reykjavík á hlaupdegi og óskar eftir þeirra aðstoð árlega.
Þetta er frábær leið sem fjáröflun fyrir félög. Styrkir greiðast til allra sjálfboðaliða og/eða félaga. Unnið er á degi Miðnæturhlaupsins, þann 19. júní 2025. Hópar verða að vera lágmark 9 starfsmenn, 14 ára og eldri og þarf að hafa einn hópstjóra sem er eldri en 20 ára, hópstjórinn mætir á einn fund fyrir hlaupið. Greitt er fyrir viðburðinn á tímataxta.
Frekari upplýsingar eru veittar í tölvupósti margretnils@ibr.is